Samtök álframleiðenda

Álverið í Straumsvík er aðili að Samtökum álframleiðenda. Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og efla upplýsingastreymi og fræðslu um áliðnaðinn.

Smelltu hér til að skoða vef Samáls

Viðurkenningar

Við einsetjum okkur að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi og sá metnaður hefur skilað okkur ýmsum viðurkenningum á undanförnum árum sem eru okkur mikil hvatning til frekari umbóta.

Smelltu hér til að sjá viðurkenningarnar

Samfélagssjóður

Styrkveitingar fara fram í gegnum Samfélagssjóð Rio Tinto Alcan á Íslandi. Smelltu á hlekkinn til að fá nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað.

Fréttir

15.11.2016

Truflanir hjá ISAL

Uppfært kl. 17:13 Allir þrír kerskálarnir eru um það bil að komast á fullt afl. Tvær af þremur þurrhreinsistöðvum eru komnar í fullan rekstur. Sú þriðja er á hálfu afli og gert er ráð fyrir að hún komist í fullan rekstur innan tíðar.Meira

Nýr hljóðkútur á löndunarkrana álversins

Sumarstörf 2016

Starfsfólk óskast

Útskrift Stóriðjuskólans

Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Fréttasafn

Öryggismál eru stórmál í okkar augum, enda ekkert mikilvægara en að starfsmenn komist heilir frá vinnu.  Sterk öryggisvitund hefur fest sig í sessi hjá okkar fólki og árangur þess á undanförnum árum er hreint út sagt frábær.

Við erum eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi með öryggisstjórnun sem stenst hinn alþjóðlega öryggisstaðal OHSAS 18001.
OHSAS 18001 staðallinn er kröfulýsing á sviði öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunar.  Fyrirtæki sem starfa skv. staðlinum þurfa sífellt að vinna að umbótum og eru líklegri en önnur til að ná árangri.

Staðallinn á meðal annars að tryggja, að öryggis- og vinnuumhverfismál séu órjúfanlegur þáttur í mats- og ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur, val á verktökum og kaup á vöru og þjónustu vegna starfseminnar.

Í umhverfismálum setjum við okkur metnaðarfull markmið og höfum náð mjög góðum árangri.  Við eigum samleið með þeim sem vilja hag umhverfisins sem mestan og teljum að í víðu samhengi sé ál umhverfisvænn málmur, sérstaklega þar sem endurnýtanlegir orkugjafar eru nýttir til framleiðslunnar.

Á hverju ári gefur fyrirtækið út skýrslu sem snýr að frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfismála. Fyrirtækið hefur gefið út grænt bókhald undanfarin ár en frá og með árinu 2009 hefur fyrirtækið gefið út sjálfbærniskýrslu, þar sem auk umhverfismálanna koma fram upplýsingar um frammistöðu í samfélags- og efnahagsmálum. Skýrslurnar er að finna hér.

Alcan er eitt fárra fyrirtækja á Íslandi sem hefur starfsmann í fullu starfi við að sinna heilsu- og heilbrigðismálum starfsmanna, auk þess sem trúnaðarlæknir fyrirtækisins hefur aðstöðu á svæðinu þangað sem starfsmenn geta leitað. Þessi áhersla endurspeglar stefnu fyrirtækisins í umhverfis-, heilbrigðis og öryggismálum en þá málaflokka teljum við náskylda og mikið samstarf er milli aðila sem sinna þeim.


Í heilbrigðismálum er áhersla lögð á vinnuverndarmál af ýmsum toga og með markvissum hætti er starfsfólk hvatt til að hugsa um heilsuna. Umfangsmikið heilsuátak varð t.d. kveikjan að breyttum lífsstíl hjá mörgum starfsmönnum og viðurkenningar frá opinberum aðilum sýna að árangurinn vekur athygli í samfélaginu. Meðal annars má nefna viðurkenningu frá Vinnueftirliti ríkisins fyrir góðan árangur í vinnuverndarmálum og Fjöreggið sem Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands afhendir fyrir góðan árangur á þessu sviði.

A- A+